Peysur

Nancy!

Er loksins búin með peysuna sem mig hefur dreymt um í nokkur ár. Langaði í hana strax og ég sá hana. En málið var alltaf að hún er prjónuð úr svo fínu garni og á litla prjóna. Og ég ekki alveg í „small“. Þannig að var ekki að nenna að gera hana. En á endanum lét ég það eftir mér. Tók góðan tíma að gera hana, en ég tók líka margar og langar pásur frá henni.

Peysan er prjónuð úr Textílgarn Supersoft. (Sama og Holst Supersoft), prjónuð á 3mm prjóna. Peysan er um 350 gr að þyngd. Lauflétt og yndisleg.

Ég gjörsamlega elska þessa peysu og er líka óþolandi montin með hana!

Það er pínu skrítið að prjóna með Supersoft vegna þess að það er spunaolía í garninu. Þannig að prjónlesið er ekki fallegt. Tvívandaprjón kemur ekki vel út. EN! Þegar maður þvær flíkina, þá gjörsamlega blómstrar garnið. Peysan er mjúk og yndisleg.

Hérna sést munurinn á peysunni fyrir og eftir þvott. Óþvegin vinstra megin.

Barna, Peysur

Ungbarnasett Steinunnar Diljár

Steingleymdi að setja þetta inn. Þetta er sett sem ég gerði í sængurgjöf handa henni Steinunni Diljá. Hún fæddist í október og fékk þetta afhent þegar ég sá hana í fyrsta skiptið í lok nóvember.

 

IMG_2257

 

Halda áfram að lesa „Ungbarnasett Steinunnar Diljár“