Fékk eina pöntun. Það var ein sem hafði séð peysuna Elínu, sem ég prjónaði fyrir tveimur árum og vildi hún fá svoleiðis peysu, en í gráum litum. Þetta er fljótprjónuð og skemmtileg peysa. ég gerði hana samt aðeins aðsniðna eftir óskum eigandans.
Tag: Knitting
Náttuglur
Loksins loksins er ég búin með vettlinga handa mér. Búin að gera þrjár tilraunir… Fyrstu voru of litlir, næstu of stórir en þeir þriðju alveg passlegir. Þetta minnir nú bara á ævintýrið gamla og góða.
Vettlingar, vettlingar og aftur vettlingar
Ójá, enn eitt parið tilbúið og komið til eiganda síns.
Var beðin um að prjóna eitt par og var ekki lengi að því. Vona að frúin sé ánægð með þá 🙂
Halda áfram að lesa „Vettlingar, vettlingar og aftur vettlingar“
Frozen
Í vettlingaæðinu sem heltók mig um jólin, þá vildi Lína Rut líka fá vettlinga.
Við ákváðum að það yrðu Frozenvettlingar. Hún vildi hafa þá bleika og hvíta. Vildi reyndar hafa myndir af Önnu og Elsu á þeim, en sættist að lokum á að hafa bara snjókorn.
Ég teiknaði þá upp eins og „selbuvotter“ því að ég elska þannig vettlinga. Ótrúlegt en satt, þá vill hún nota vettlingana og fer með þá í skólann á hverjum degi.
Elín hennar Diddu
Prjónaði peysuna Elínu fyrir eina sem mér þykir afskaplega vænt um.
Ýmislegt frá því í fyrra og jafnvel árinu þar á undan!
Ekki er nú hægt að segja að ég sé búin að vera dugleg að setja hingað inn það sem ég hef verið að prjóna. En hér kemur smá af því sem ekki hefur komið áður.
Fyrst er það peysa á Línu Rut og húfa í stíl. Uppskriftin af peysunni kemur frá Knitting Iceland og heitir Loki. Það er byrjað á þessari peysu í hálsmálinu og hún svo prjónuð niður. Það er ótrúlega þægileg aðferð því að það er svo lítið mál að hafa hana í þeirri sídd sem maður vill. Uppskriftin af húfunni er úr Fleiri Prjónaperlum og hef ég notað hana áður enda ægilega hrifin af þessu lagi á húfunni. Hún fellur svo vel að eyrunum.
Halda áfram að lesa „Ýmislegt frá því í fyrra og jafnvel árinu þar á undan!“
Ein jólagjöf
Loksins get ég sett eitthvað hingað inn…. Hef verið löt við að prjóna, hef meira verið í krossaumi núna í vetur. En… hérna kemur peysa sem ég prjónaði handa Karólínu Bríeti í jólagjöf.