Sjöl

Vertices Unite!

Loksins gerði ég þetta sjal! Búin að langa til að gera það í mjög langan tíma. Fann svo aldrei þá liti sem mig langaði að nota og bara endalaust vesen. En þetta er Vertices Unite eftir Stephen West.

Ég og mamma ákváðum svo að prjóna hvor sitt sjalið í nokkurs konar samprjóni. Það þarf eflaust ekkert að taka það fram að mamma var búin að klára allt sjalið áður en ég kláraði 1. hluta!

Ég notaði að mestu garn frá Dóttir Dyeworks, eða litina Rustic, Sienna, Dijon og Pavement. Svarti liturinn er frá MadeleineTosh og er Tosh Merino Light í litnum Dirty Panther.

 

sokkar

Maí, Júní og Júlí sokkar!

Það er ekkert að ganga neitt rosalega vel að uppfæra mánaðasokkana jafn óðum. En, hér eru allavega sokkar síðustu þriggja mánaða.

Maí sokkarnir eru bara venjulegir „vanillu“ sokkar. Ekkert munstur eða neitt. Þema maí mánaðar var „Gimme Stripes“ en ég augljóslega náði ekki að fylgja þemanu! Ég notaði sokkagarn frá Lang, sem ég keypti í Hjarta Bæjarins. Í stroff, hæl og tá notaði ég að mig minnir garn frá Stranded Dyeworks í litnum Gloom.

Júní sokkarnir voru prufuprjón fyrir Twin Stitches Design og heitir uppskriftin Wingardium Leviosa. Þema júní var „fraternal Twins“ og þar sem þeir eru báðir alveg eins, þá fylgdi ég ekki þemanu heldur þarna! Grái liturinn er Gloom frá Stranded Dyeworks og bleiki liturinn er frá Dóttir Dyeworks og heitir Beautyschool Dropout. Það tók mig frekar langan tíma og staðfestu að klára þessa sokka. Þar sem það er kaðalprjón á þeim og ég bara nenni ekki kaðlaprjóni! En, ég er mjög ánægð með útkomuna.

Júlí sokkarnir eru aftur, bara venjulegir „vanillu“ sokkar. Þema júlí var „all the sparkle“ og fyrst ég var að fara að nota glimmer garn, þá bara varð ég að fara alla leið og hafa þá svona helvíti hressa! Aðalliturinn er Unicorn Fart og stroff, hæll og tá er liturinn Beautyschool Dropout, báðir frá Dóttir Dyeworks. Unicorn fart liturinn er  með silfur þræði þannig að þeir eru „sparkly“!

Barna, Peysur, sokkar

Förum Heim – Heimferðarsett

Ég fékk pöntun á strákalegu heimferðarsetti. Eina óskin sem var með pöntuninni var að þetta yrði ljósblátt. Ég mátti ráða hvaða uppskrift ég notaði. Þannig að ég fór og gúgglaði frá mér (næstum) allt vit. En, þar sem ég var frekar ánægð með settið sem ég gerði handa Litla Mági frá Stroff, þá endaði ég með að kaupa uppskrift af öðru setti frá þeim. Sé ekki eftir því.

Þetta sett heitir Förum Heim – Heimferðarsett og er til sölu á Stroff.is . Eina sem ég get sett út á í sambandi við uppskriftina er að mér finnst frágangur í hálsmáli ekki alveg nógu snyrtilegur. En það getur auðvitað líka verið bara klaufaskapur af minni hálfu. En þar sem boðungurinn er prjónaður, þá finnst mér hálsmálið alltaf vera pínu „off“. En, alls ekki þannig að það skemmi flíkina.

Ég notaði Lang Merino 200 sem ég keypti hjá Önnu Huldu í Hjarta Bæjarins. Garnið er alveg yndislega mjúkt og gott að prjóna úr því.

Fylgihlutir, Sjöl

Bark Lines

Þetta sjal er í algeru uppáhaldi. Kláraði það í janúar minnir mig og hef notað það mjög mikið.

Það heitir Bark Lines og er eftir Joji Locatelli. Það er einfalt, látlaust og yndislegt.

Ég notaði garn frá Martin’s Lab; Tibetan Singles. Þetta garn er draumur í dós. Létt og mýkra en allt sem mjúkt er! Það er ca 160 gr.

Barna, Peysur

Jæja Já!

Ekki nema þrjú ár síðan ég skrifaði innlegg hérna. Nú ætla ég að blása lífi í þessa prjóna dagbók mína. Finnst nefnilega mjög gaman að skoða yfir færslurnar og sjá hvað ég hef verið að gera í gegnum tíðina.

Ég var að klára eitt barna sett, peysu og húfu. Þetta er peysan Hekla og húfan Eldey frá Petit Knitting. Ég reyndar breytti húfunni örlítið. Hún á að vera hneppt undir hökuna en ég vildi frekar gera bara gamaldags bönd.

Er nokkuð ánægð með afraksturinn. Finnst samt frágangurinn á peysunni eins og hann er skrifaður í uppskriftinni ekki alveg nógu góður. Mun klárlega breyta því ef ég prjóna þessa peysu aftur. En, falleg er peysan þrátt fyrir það. Vona að Litli Mágur verður ánægður, já eða kannski frekar móðir hans.

Ég notaði Merino + frá Lang Yarns. Keypti það í Hjarta Bæjarins hér á Siglufirði. Mæli með að kíkja á þessa búð.

Barna, Peysur

Prinsess Dí

Ég varð ömmu skáfrænka, eða hvað sem hægt er að kalla þetta, í desember. Ég varð alveg rosalega spennt og varð að gera eitthvað spes. Skoðaði alveg helling af uppskriftum en gat bara ekki fundið „The Dress“. Þannig að það endaði á því að ég blandaði saman nokkrum uppskriftum ásamt hugmyndum frá mér og varð þetta niðurstaðan.

Er mjög ánægð með peysuna, hún alveg yndislega mjúk þar sem þetta er prjónað úr blöndu af alpakka og silki. Hlýtt og mjúkt. Getur ekki verið betra.

 

Garn, Alpakka Silke frá Sandnes

Prjónar 2 & 2.5

Verst að ég næ ekki almennilegri mynd af munstrinu til að það njóti sín.

Barna, Peysur

Nancy systur

Loksins, loksins get ég sett inn Nancy peysurnar mínar…

Gerði þessar peysur handa litlum frænkum í afmælisgjöf.  Er rosalega hrifin af þessari uppskrift og á alveg pottþétt eftir að gera fleiri svona peysur.

IMG_6558

Uppskriftin er úr Norsku blaði og heitir hún Nancy. Ég notaði Sandnes Smart og prjóna 3.5mm. Gerði stærðir 2ja og 6 ára.

Halda áfram að lesa „Nancy systur“

Vettlingar

Surprise….

Kemur eflaust mörgum á óvart að ég hafi gert annað vettlingapar!

En, þetta par gerði ég í vor eftir pöntun. Er bara búin að vera svo löt með myndavélina að ég er bara nýlega búin að flytja myndina yfir í tölvuna af myndavélinni……

vettlingar

 

Uppskriftina er að finna í Prjónablaðinu Ýr no 61.  Mig minnir að ég hafi notað Sisu….

Barna, Peysur

Tengdó

Tengdó langaði í eitt heimferðarsett og var ég fljót að segja já við því. Hún stóð á haus fyrir fermingarveisluna hjá dóttur  minni.  Ég er ekki dugleg í eldhúsinu, en ég get gert þetta.

Þetta er sett sem mig hefur langað að gera í nokkur ár, en einhvernvegin aldrei fundið rétta tímann til að gera þetta. Hef séð peysuna í hinum ýmsu litum hjá Rannveigu og finnst hún alltaf svo sparileg og fín.

IMG_6341

Halda áfram að lesa „Tengdó“

Peysur

Arndís Elín…

Fékk eina pöntun. Það var ein sem hafði séð peysuna Elínu, sem ég prjónaði fyrir tveimur árum og vildi hún fá svoleiðis peysu, en í gráum litum. Þetta er fljótprjónuð og skemmtileg peysa. ég gerði hana samt aðeins aðsniðna eftir óskum eigandans.

IMG_6115

Halda áfram að lesa „Arndís Elín…“