
Það er ekkert að ganga neitt rosalega vel að uppfæra mánaðasokkana jafn óðum. En, hér eru allavega sokkar síðustu þriggja mánaða.

Maí sokkarnir eru bara venjulegir „vanillu“ sokkar. Ekkert munstur eða neitt. Þema maí mánaðar var „Gimme Stripes“ en ég augljóslega náði ekki að fylgja þemanu! Ég notaði sokkagarn frá Lang, sem ég keypti í Hjarta Bæjarins. Í stroff, hæl og tá notaði ég að mig minnir garn frá Stranded Dyeworks í litnum Gloom.

Júní sokkarnir voru prufuprjón fyrir Twin Stitches Design og heitir uppskriftin Wingardium Leviosa. Þema júní var „fraternal Twins“ og þar sem þeir eru báðir alveg eins, þá fylgdi ég ekki þemanu heldur þarna! Grái liturinn er Gloom frá Stranded Dyeworks og bleiki liturinn er frá Dóttir Dyeworks og heitir Beautyschool Dropout. Það tók mig frekar langan tíma og staðfestu að klára þessa sokka. Þar sem það er kaðalprjón á þeim og ég bara nenni ekki kaðlaprjóni! En, ég er mjög ánægð með útkomuna.

Júlí sokkarnir eru aftur, bara venjulegir „vanillu“ sokkar. Þema júlí var „all the sparkle“ og fyrst ég var að fara að nota glimmer garn, þá bara varð ég að fara alla leið og hafa þá svona helvíti hressa! Aðalliturinn er Unicorn Fart og stroff, hæll og tá er liturinn Beautyschool Dropout, báðir frá Dóttir Dyeworks. Unicorn fart liturinn er með silfur þræði þannig að þeir eru „sparkly“!
Líkar við:
Líka við Hleð...