Steingleymdi að setja þetta inn. Þetta er sett sem ég gerði í sængurgjöf handa henni Steinunni Diljá. Hún fæddist í október og fékk þetta afhent þegar ég sá hana í fyrsta skiptið í lok nóvember.
Prjón og ýmislegt annað föndur.
Steingleymdi að setja þetta inn. Þetta er sett sem ég gerði í sængurgjöf handa henni Steinunni Diljá. Hún fæddist í október og fékk þetta afhent þegar ég sá hana í fyrsta skiptið í lok nóvember.
Ekki er nú hægt að segja að ég sé búin að vera dugleg að setja hingað inn það sem ég hef verið að prjóna. En hér kemur smá af því sem ekki hefur komið áður.
Fyrst er það peysa á Línu Rut og húfa í stíl. Uppskriftin af peysunni kemur frá Knitting Iceland og heitir Loki. Það er byrjað á þessari peysu í hálsmálinu og hún svo prjónuð niður. Það er ótrúlega þægileg aðferð því að það er svo lítið mál að hafa hana í þeirri sídd sem maður vill. Uppskriftin af húfunni er úr Fleiri Prjónaperlum og hef ég notað hana áður enda ægilega hrifin af þessu lagi á húfunni. Hún fellur svo vel að eyrunum.
Halda áfram að lesa „Ýmislegt frá því í fyrra og jafnvel árinu þar á undan!“