Fylgihlutir

Lævirkjatrefill

Ég heillaðist af lævirkjahekli strax og ég sá það. Finnst það alveg ótrúlega fallegt, en um leið mjög auðvelt að hekla. Það er pínu retro stíll á því. Ég hef aðallega séð þetta notað í teppi, og hef ég sjálf gert teppi með þessu hekli.

En, mig langaði að gera eitthvað annað. Ég átti garn sem ég keypti í fyrrasumar frá Textílgarni. Blanda af ull og silki. Elska garnið frá Textílgarni og á meira af því hér heima.

Mér datt í hug að prufa að gera hringtrefil með lævirkjaheklinu. Mér finnst þetta koma bara mjög vel út og er ég mjög ánægð með útkomuna.

IMG_6093

 

Halda áfram að lesa „Lævirkjatrefill“

Barna, Peysur

Ungbarnasett Steinunnar Diljár

Steingleymdi að setja þetta inn. Þetta er sett sem ég gerði í sængurgjöf handa henni Steinunni Diljá. Hún fæddist í október og fékk þetta afhent þegar ég sá hana í fyrsta skiptið í lok nóvember.

 

IMG_2257

 

Halda áfram að lesa „Ungbarnasett Steinunnar Diljár“

Uncategorized

Eilifðarverkefnið…

Ég féll fyrir teppinu sem mamma heklaði í haust og langaði að læra að gera svona sjálf. Að sjalfsögðu kenndi mamma mér þetta og er ég byrjuð á mínu eigin teppi.

Mamma fann þessa fínu dúllu og settumst við niður og prufuðum. Þegar ég var loksins búin að fá dúlluna til að vera eins og ég vildi, fór ég og keypti garn í teppið, eða part af teppinu…
Nota Kambgarn í herlegheitin. Ég þykist ætla að vera hrikalega bjartsýn og segja að ég ætli að klára teppið i vetur….

20131119-201933.jpg

20131119-201945.jpg