Peysur

Nancy!

Er loksins búin með peysuna sem mig hefur dreymt um í nokkur ár. Langaði í hana strax og ég sá hana. En málið var alltaf að hún er prjónuð úr svo fínu garni og á litla prjóna. Og ég ekki alveg í „small“. Þannig að var ekki að nenna að gera hana. En á endanum lét ég það eftir mér. Tók góðan tíma að gera hana, en ég tók líka margar og langar pásur frá henni.

Peysan er prjónuð úr Textílgarn Supersoft. (Sama og Holst Supersoft), prjónuð á 3mm prjóna. Peysan er um 350 gr að þyngd. Lauflétt og yndisleg.

Ég gjörsamlega elska þessa peysu og er líka óþolandi montin með hana!

Það er pínu skrítið að prjóna með Supersoft vegna þess að það er spunaolía í garninu. Þannig að prjónlesið er ekki fallegt. Tvívandaprjón kemur ekki vel út. EN! Þegar maður þvær flíkina, þá gjörsamlega blómstrar garnið. Peysan er mjúk og yndisleg.

Hérna sést munurinn á peysunni fyrir og eftir þvott. Óþvegin vinstra megin.

Vettlingar

Surprise….

Kemur eflaust mörgum á óvart að ég hafi gert annað vettlingapar!

En, þetta par gerði ég í vor eftir pöntun. Er bara búin að vera svo löt með myndavélina að ég er bara nýlega búin að flytja myndina yfir í tölvuna af myndavélinni……

vettlingar

 

Uppskriftina er að finna í Prjónablaðinu Ýr no 61.  Mig minnir að ég hafi notað Sisu….

Vettlingar

Mamma gamla

Mamma nýtti sér vettlingaæðið sem hefur „hrjáð“ mig síðustu mánuði.

Hún átti gamlan vettling með áttablaðarós, sem hún fékk fyrir mörgum árum. Hún átti bara annan vettlinginn, þar sem hinn varð ónýtur. Hún lét mig fá þennan sem eftir var og bað mig um að prjóna. Ég byrjaði á að teikna upp munstrið. Það gekk bara ótrúlega vel.

IMG_6075

Halda áfram að lesa „Mamma gamla“

Vettlingar

Vettlingar handa Thelmu Lind

Þessum vettlingum byrjaði ég á örugglega fyrir tveimur árum. Prjónaði hálfan vettling… og svo endaði þessi hálfi inní skáp. Ég datt svo í vettlingaæði um jólin og kláraði að prjóna þá í lok desember 2014. Kláraði þá ekki alveg fyrr en í dag, þar sem ég átti eftir að fela endana á öðrum vettlingnum!!! Já, það getur verið erfitt að klára…

IMG_6082 Halda áfram að lesa „Vettlingar handa Thelmu Lind“