Ég varð ömmu skáfrænka, eða hvað sem hægt er að kalla þetta, í desember. Ég varð alveg rosalega spennt og varð að gera eitthvað spes. Skoðaði alveg helling af uppskriftum en gat bara ekki fundið „The Dress“. Þannig að það endaði á því að ég blandaði saman nokkrum uppskriftum ásamt hugmyndum frá mér og varð þetta niðurstaðan.
Er mjög ánægð með peysuna, hún alveg yndislega mjúk þar sem þetta er prjónað úr blöndu af alpakka og silki. Hlýtt og mjúkt. Getur ekki verið betra.
Garn, Alpakka Silke frá Sandnes
Prjónar 2 & 2.5
Verst að ég næ ekki almennilegri mynd af munstrinu til að það njóti sín.