Barna, Peysur, Vettlingar

Heimferðarsett

Var beðin um heimferðarsett fyrir strák. Mér finnst þetta sett alltaf standa fyrir sínu og hægt að hafa þau fjölbreytt þó sama munstur sé notað. Allavega hef ég ekki enn fengið leið á þessu.

Eina skilyrðið var að það yrði ekki baby-blátt. Ég er mjög ánægð með útkomuna og vona að hin verðandi móðir sé líka sátt.

IMG_6537

Halda áfram að lesa „Heimferðarsett“

Vettlingar

Surprise….

Kemur eflaust mörgum á óvart að ég hafi gert annað vettlingapar!

En, þetta par gerði ég í vor eftir pöntun. Er bara búin að vera svo löt með myndavélina að ég er bara nýlega búin að flytja myndina yfir í tölvuna af myndavélinni……

vettlingar

 

Uppskriftina er að finna í Prjónablaðinu Ýr no 61.  Mig minnir að ég hafi notað Sisu….

Barna, Peysur

Tengdó

Tengdó langaði í eitt heimferðarsett og var ég fljót að segja já við því. Hún stóð á haus fyrir fermingarveisluna hjá dóttur  minni.  Ég er ekki dugleg í eldhúsinu, en ég get gert þetta.

Þetta er sett sem mig hefur langað að gera í nokkur ár, en einhvernvegin aldrei fundið rétta tímann til að gera þetta. Hef séð peysuna í hinum ýmsu litum hjá Rannveigu og finnst hún alltaf svo sparileg og fín.

IMG_6341

Halda áfram að lesa „Tengdó“

Peysur

Arndís Elín…

Fékk eina pöntun. Það var ein sem hafði séð peysuna Elínu, sem ég prjónaði fyrir tveimur árum og vildi hún fá svoleiðis peysu, en í gráum litum. Þetta er fljótprjónuð og skemmtileg peysa. ég gerði hana samt aðeins aðsniðna eftir óskum eigandans.

IMG_6115

Halda áfram að lesa „Arndís Elín…“

Vettlingar

Vettlingar, vettlingar og aftur vettlingar

Ójá, enn eitt parið tilbúið og komið til eiganda síns.

Var beðin um að prjóna eitt par og var ekki lengi að því. Vona að frúin sé ánægð með þá 🙂

IMG_6097

Halda áfram að lesa „Vettlingar, vettlingar og aftur vettlingar“

Fylgihlutir

Lævirkjatrefill

Ég heillaðist af lævirkjahekli strax og ég sá það. Finnst það alveg ótrúlega fallegt, en um leið mjög auðvelt að hekla. Það er pínu retro stíll á því. Ég hef aðallega séð þetta notað í teppi, og hef ég sjálf gert teppi með þessu hekli.

En, mig langaði að gera eitthvað annað. Ég átti garn sem ég keypti í fyrrasumar frá Textílgarni. Blanda af ull og silki. Elska garnið frá Textílgarni og á meira af því hér heima.

Mér datt í hug að prufa að gera hringtrefil með lævirkjaheklinu. Mér finnst þetta koma bara mjög vel út og er ég mjög ánægð með útkomuna.

IMG_6093

 

Halda áfram að lesa „Lævirkjatrefill“

Uncategorized

Föstudagsföndur


Ég er með stílabók, hjá prjónadótinu minu, sem ég glósa í meðan ég prjóna.

Skrifa þar hvað ég prjóna, hvaða garn ég nota, hvaða uppskrift er notuð og þá ef ég geri einhverjar breytingar á uppskriftunum.

Ég er búin að vera að vesenast með að mig langaði að safna þessu saman með myndum af því sem ég geri.

Datt síðan í hug að föndra mér bara „bók“. Þarna get ég safnað saman þessum glósum, og jafnvel sett uppskriftir með, ef ég hef verið með þær útprentaðar.

Á samt eftir að fínisera betur hvernig hún er bundin saman….

 

Halda áfram að lesa „Föstudagsföndur“

Vettlingar

Mamma gamla

Mamma nýtti sér vettlingaæðið sem hefur „hrjáð“ mig síðustu mánuði.

Hún átti gamlan vettling með áttablaðarós, sem hún fékk fyrir mörgum árum. Hún átti bara annan vettlinginn, þar sem hinn varð ónýtur. Hún lét mig fá þennan sem eftir var og bað mig um að prjóna. Ég byrjaði á að teikna upp munstrið. Það gekk bara ótrúlega vel.

IMG_6075

Halda áfram að lesa „Mamma gamla“