Barna, Peysur, Vettlingar

Heimferðarsett

Var beðin um heimferðarsett fyrir strák. Mér finnst þetta sett alltaf standa fyrir sínu og hægt að hafa þau fjölbreytt þó sama munstur sé notað. Allavega hef ég ekki enn fengið leið á þessu.

Eina skilyrðið var að það yrði ekki baby-blátt. Ég er mjög ánægð með útkomuna og vona að hin verðandi móðir sé líka sátt.

IMG_6537

Halda áfram að lesa „Heimferðarsett“

Vettlingar

Surprise….

Kemur eflaust mörgum á óvart að ég hafi gert annað vettlingapar!

En, þetta par gerði ég í vor eftir pöntun. Er bara búin að vera svo löt með myndavélina að ég er bara nýlega búin að flytja myndina yfir í tölvuna af myndavélinni……

vettlingar

 

Uppskriftina er að finna í Prjónablaðinu Ýr no 61.  Mig minnir að ég hafi notað Sisu….

Vettlingar

Vettlingar, vettlingar og aftur vettlingar

Ójá, enn eitt parið tilbúið og komið til eiganda síns.

Var beðin um að prjóna eitt par og var ekki lengi að því. Vona að frúin sé ánægð með þá 🙂

IMG_6097

Halda áfram að lesa „Vettlingar, vettlingar og aftur vettlingar“

Vettlingar

Mamma gamla

Mamma nýtti sér vettlingaæðið sem hefur „hrjáð“ mig síðustu mánuði.

Hún átti gamlan vettling með áttablaðarós, sem hún fékk fyrir mörgum árum. Hún átti bara annan vettlinginn, þar sem hinn varð ónýtur. Hún lét mig fá þennan sem eftir var og bað mig um að prjóna. Ég byrjaði á að teikna upp munstrið. Það gekk bara ótrúlega vel.

IMG_6075

Halda áfram að lesa „Mamma gamla“

Vettlingar

Vettlingar handa Thelmu Lind

Þessum vettlingum byrjaði ég á örugglega fyrir tveimur árum. Prjónaði hálfan vettling… og svo endaði þessi hálfi inní skáp. Ég datt svo í vettlingaæði um jólin og kláraði að prjóna þá í lok desember 2014. Kláraði þá ekki alveg fyrr en í dag, þar sem ég átti eftir að fela endana á öðrum vettlingnum!!! Já, það getur verið erfitt að klára…

IMG_6082 Halda áfram að lesa „Vettlingar handa Thelmu Lind“

Vettlingar

Frozen

Í vettlingaæðinu sem heltók mig um jólin, þá vildi Lína Rut líka fá vettlinga.

Við ákváðum að það yrðu Frozenvettlingar. Hún vildi hafa þá bleika og hvíta. Vildi reyndar hafa myndir af Önnu og Elsu á þeim, en sættist að lokum á að hafa bara snjókorn.

Ég teiknaði þá upp eins og „selbuvotter“ því að ég elska þannig vettlinga. Ótrúlegt en satt, þá vill hún nota vettlingana og fer með þá í skólann á hverjum degi.

IMG_6049

 

Halda áfram að lesa „Frozen“