Uncategorized

Pakki…

Tók þátt í „swap“ leik á Handverks Konum á facebook og fékk pakkann minn fyrir helgi. Mikið agalega er alltaf gaman að fá pakka.

Í pakkanum mínum var ein dokka af Sandnes Mini Palette, 3 dokkur af Östlandsgarni, konfekt, 2 uppskriftir (ein af sjali og svo ein af páskaskrauti) og 2 sprittkertastjakar.

Svo að undanförnu höfum við mamma gert alveg helling af prjónamerkjum. Fínt að dunda við þetta í vinnunni. Hægt er að sjá prjónamerkin á síðunni Handverks Konur á facebook.

Svo styttist í að ég geti farið að setja inn mynd af einhverju prjóni frá mér. 2 bangsar að verða tilbúnir og ég á ekki mikið eftir af sjali sem ég er líka að gera. Svo ótrúlega spennandi eitt verkefni sem ég er byrjuð á, segi frá því seinna.

Uncategorized

Ýmislegt klár…

Jæja, loksins er búið að klára hina ýmsu hluti…

Byrja á peysunni sem er handa einum gaur sem fæddist í október. Átti alltaf bara eftir að setja tölurnar í og svona. Nú bíð ég bara eftir að Toni komi heim til að við getum farið með þetta til eigandans.

Halda áfram að lesa „Ýmislegt klár…“

Uncategorized

Fyrsta flopp…

Jamm. Byrjaði á peysu handa unglingnum og var komin hálfa leið uppað höndum þegar ég ákvað að þetta væri ekki nógu gott, þannig að ég rakti allt upp…..

En er byrjuð uppá nýtt og komin uppað höndum og byrjuð á annarri erminni….. og er miklu sáttari núna . Segi ekkert meir fyrr en peysan verður tilbúin.

Uncategorized

Hefst þá ævintýrið…

Það styttist í að fyrsta meistaraverkið verði sett hingað inn… Bara eftir að skella tölum í peysuna og þá er hún klár. Enda svo sem ekki seinna vænna, þetta er víst sængurgjöf handa einum litlum sem fæddist í október :o/
En svo erum ég og Alexander loksins búin að hanna peysuna sem hann fær. Nú bíð ég bara eftir garni og ætla að reyna að klára hana á viku…..