Uncategorized

Föstudagsföndur


Ég er með stílabók, hjá prjónadótinu minu, sem ég glósa í meðan ég prjóna.

Skrifa þar hvað ég prjóna, hvaða garn ég nota, hvaða uppskrift er notuð og þá ef ég geri einhverjar breytingar á uppskriftunum.

Ég er búin að vera að vesenast með að mig langaði að safna þessu saman með myndum af því sem ég geri.

Datt síðan í hug að föndra mér bara „bók“. Þarna get ég safnað saman þessum glósum, og jafnvel sett uppskriftir með, ef ég hef verið með þær útprentaðar.

Á samt eftir að fínisera betur hvernig hún er bundin saman….

 

Halda áfram að lesa „Föstudagsföndur“

Uncategorized

Eilifðarverkefnið…

Ég féll fyrir teppinu sem mamma heklaði í haust og langaði að læra að gera svona sjálf. Að sjalfsögðu kenndi mamma mér þetta og er ég byrjuð á mínu eigin teppi.

Mamma fann þessa fínu dúllu og settumst við niður og prufuðum. Þegar ég var loksins búin að fá dúlluna til að vera eins og ég vildi, fór ég og keypti garn í teppið, eða part af teppinu…
Nota Kambgarn í herlegheitin. Ég þykist ætla að vera hrikalega bjartsýn og segja að ég ætli að klára teppið i vetur….

20131119-201933.jpg

20131119-201945.jpg

Uncategorized

Ýmislegt frá því í fyrra og jafnvel árinu þar á undan!

Ekki er nú hægt að segja að ég sé búin að vera dugleg að setja hingað inn það sem ég hef verið að prjóna. En hér kemur smá af því sem ekki hefur komið áður.

Fyrst er það peysa á Línu Rut og húfa í stíl. Uppskriftin af peysunni kemur frá Knitting Iceland og heitir Loki. Það er byrjað á þessari peysu í hálsmálinu og hún svo prjónuð niður. Það er ótrúlega þægileg aðferð því að það er svo lítið mál að hafa hana í þeirri sídd sem maður vill. Uppskriftin af húfunni er úr Fleiri Prjónaperlum og hef ég notað hana áður enda ægilega hrifin af þessu lagi á húfunni. Hún fellur svo vel að eyrunum.

IMG_3596

Halda áfram að lesa „Ýmislegt frá því í fyrra og jafnvel árinu þar á undan!“

Uncategorized

Eins árs!

Jæja nú er Karó litla frænkuskott orðin eins árs! Mamman pantaði peysu handa dömunni í afmælisgjöf og ekki var það nú vandamálið að verða fyrir þeirri bón 🙂

Uppskriftin af þessari peysu er í nýjasta Ýr blaðinu, en í blaðinu er hún hvít. Ég er rosalega ángæð með hvernig þessi kom út svona dökk!

Hún er prjónuð úr Smart, s.s. tilvalin á leikskólann eða til dagmömmunnar 🙂

Uncategorized

Little Karólína’s Dress

Hún Karólína Bríet litla „frænka“ átti að fá svona ballerínuhosur frá mér og fannst mér hálf asnalegt að færa henni bara hosur, þannig að ég varð að gera skokk við hosurnar…

Hosurnar tóna nú ekki alveg við kjólinn, enda svosem ekki hugsaðar til að nota með honum, frekar þegar litlum tásum er kalt.

Mér leist ekkert á hvernig kjóllinn byrjaði, eða réttarasagt litasamsetningin. Varð ekki sátt fyrr en ljósasti liturinn kom.

 

Kjólinn prjónaði ég úr Kauni garni þannig að hann er hlýr og góður. Uppskriftina af kjólnum er hægt að finna hér.

Hosurnar prjónaði ég úr Lanett og finnst þær alveg endalaust sætar. Prjónaði svona handa Línu Rut þegar hún fæddist og notaði ég þær alveg heilmikið. Uppskriftina af hosunum er hægt að finna hér.