Ég var beðin um að gera heimferðarsett fyrir eina konu. Búið að taka ansi langan tíma, en alveg þess virði, því ég er mjög sátt með útkomuna.
Author: GloGloKnits
Elín hennar Diddu
Prjónaði peysuna Elínu fyrir eina sem mér þykir afskaplega vænt um.
Ýmislegt frá því í fyrra og jafnvel árinu þar á undan!
Ekki er nú hægt að segja að ég sé búin að vera dugleg að setja hingað inn það sem ég hef verið að prjóna. En hér kemur smá af því sem ekki hefur komið áður.
Fyrst er það peysa á Línu Rut og húfa í stíl. Uppskriftin af peysunni kemur frá Knitting Iceland og heitir Loki. Það er byrjað á þessari peysu í hálsmálinu og hún svo prjónuð niður. Það er ótrúlega þægileg aðferð því að það er svo lítið mál að hafa hana í þeirri sídd sem maður vill. Uppskriftin af húfunni er úr Fleiri Prjónaperlum og hef ég notað hana áður enda ægilega hrifin af þessu lagi á húfunni. Hún fellur svo vel að eyrunum.
Halda áfram að lesa „Ýmislegt frá því í fyrra og jafnvel árinu þar á undan!“
Eins árs!
Jæja nú er Karó litla frænkuskott orðin eins árs! Mamman pantaði peysu handa dömunni í afmælisgjöf og ekki var það nú vandamálið að verða fyrir þeirri bón 🙂
Uppskriftin af þessari peysu er í nýjasta Ýr blaðinu, en í blaðinu er hún hvít. Ég er rosalega ángæð með hvernig þessi kom út svona dökk!
Hún er prjónuð úr Smart, s.s. tilvalin á leikskólann eða til dagmömmunnar 🙂
Jóla jóla…
Þá er loksins komið að smá jólasokkafréttum.
Þetta gengur bara rosa vel og hlakka ég til þegar hann verdur tilbúinn.
Enn meiri sokkafréttir
Þá er komið að sokkafréttum vikunnar. Eitthvað pínu búið að gera. Tek það fram að ég er að gera þetta í vinnunni þannig að það eru aldrei geðveikar framfarir í hverri viku. Er ánægð með hvert spor sem ég get gert.
Meiri jólasokkur
Hér kemur smá update af jólasokknum hennar Línu Rutar. Hef reyndar ekki gert mikið þessa vikuna, en samt smá.
Little Karólína’s Dress
Hún Karólína Bríet litla „frænka“ átti að fá svona ballerínuhosur frá mér og fannst mér hálf asnalegt að færa henni bara hosur, þannig að ég varð að gera skokk við hosurnar…
Hosurnar tóna nú ekki alveg við kjólinn, enda svosem ekki hugsaðar til að nota með honum, frekar þegar litlum tásum er kalt.
Mér leist ekkert á hvernig kjóllinn byrjaði, eða réttarasagt litasamsetningin. Varð ekki sátt fyrr en ljósasti liturinn kom.
Kjólinn prjónaði ég úr Kauni garni þannig að hann er hlýr og góður. Uppskriftina af kjólnum er hægt að finna hér.
Hosurnar prjónaði ég úr Lanett og finnst þær alveg endalaust sætar. Prjónaði svona handa Línu Rut þegar hún fæddist og notaði ég þær alveg heilmikið. Uppskriftina af hosunum er hægt að finna hér.
Jólasokkurinn hennar Línu Rutar.
Nú ætla ég að fara að halda áfram með jólasokkinn hennar Línu Rutar og ætla að setja inn myndir hérna af ferlinu. Þá verður hægt að sjá hvernig hann verður til smám saman.
Hérna koma þær myndir sem ég tók í vetur þegar ég var að sauma.
Systrapeysur…
Gerði peysur handa Thelmu Lind og Línu Rut. Thelma vildi fá rennilás í peysuna sína þannig að ég lét þá rennilás í peysuna hennar Línu Rutar líka. (eða mamma setti rennilásana í…)
Gerði breytta útgáfu á Lopi 120 handa Thelmu Lind