Þessum vettlingum byrjaði ég á örugglega fyrir tveimur árum. Prjónaði hálfan vettling… og svo endaði þessi hálfi inní skáp. Ég datt svo í vettlingaæði um jólin og kláraði að prjóna þá í lok desember 2014. Kláraði þá ekki alveg fyrr en í dag, þar sem ég átti eftir að fela endana á öðrum vettlingnum!!! Já, það getur verið erfitt að klára…
Author: GloGloKnits
Buxur fyrir litlu frænku
Steinunni Diljá vantaði hlýjar buxur til að nota í vagninum sínum. Að sjálfsögðu svaraði ég kallinu og prjónaði einar handa henni.
Kaðlahúfa
Var beðin um að prjóna húfu.
Hún átti að vera með köðlum og lafa pínu að aftan.
Nýjustu vettlingarnir
Var að bilast úr aðgerðarleysi um síðustu helgi eftir að ég kláraði Frozen vettlingana. Eyddi mestöllum sunnudeginum í að skoða vettlinga á netinu. Loksins, eftir nokkra klukkutíma, kölluðu einir á mig.
Frozen
Í vettlingaæðinu sem heltók mig um jólin, þá vildi Lína Rut líka fá vettlinga.
Við ákváðum að það yrðu Frozenvettlingar. Hún vildi hafa þá bleika og hvíta. Vildi reyndar hafa myndir af Önnu og Elsu á þeim, en sættist að lokum á að hafa bara snjókorn.
Ég teiknaði þá upp eins og „selbuvotter“ því að ég elska þannig vettlinga. Ótrúlegt en satt, þá vill hún nota vettlingana og fer með þá í skólann á hverjum degi.
Jólaprjón
Tók eftir því um daginn að það er alveg að koma gat á gömlu vettlingana mína. Að sjálfsögðu var ekkert annað að gera en að henda í nýja vettlinga.
Ungbarnapeysa
Gerði Ungbarnapeysuna úr Þóru Heklbók. Þetta er í raun fyrsta flíkin sem ég hekla og er ég bara ótrúlega sátt með hana. Var mjög fljót með hana, en eini gallinn var að það voru ekki nema ca 180 -190 endar sem þurfti að fela… og ég hata að fela enda…. en ég fyrirgaf það fljótt þar sem peysan er falleg.
Rainbow Dash
Hún Lína Rut vildi endilega fá heklaðan Pony þegar hún sá mynd af svoleiðs fígúru á netinu. Rainbow Dash varð fyrir valinu, enda uppáhalds ponyinn hennar 🙂
Eilifðarverkefnið…
Ég féll fyrir teppinu sem mamma heklaði í haust og langaði að læra að gera svona sjálf. Að sjalfsögðu kenndi mamma mér þetta og er ég byrjuð á mínu eigin teppi.
Mamma fann þessa fínu dúllu og settumst við niður og prufuðum. Þegar ég var loksins búin að fá dúlluna til að vera eins og ég vildi, fór ég og keypti garn í teppið, eða part af teppinu…
Nota Kambgarn í herlegheitin. Ég þykist ætla að vera hrikalega bjartsýn og segja að ég ætli að klára teppið i vetur….
UniCorn…
Langaði svo rosalega að prufa að hekla einhverja fígúru.
Þessi einhyrningur varð fyrir valinu.
Lína Rut er alveg rosalega ánægð með hann Unicorn sinn
Uppskriftina er að finna hér.
Notaði Bernart Cottontots