Var beðin um heimferðarsett fyrir strák. Mér finnst þetta sett alltaf standa fyrir sínu og hægt að hafa þau fjölbreytt þó sama munstur sé notað. Allavega hef ég ekki enn fengið leið á þessu.
Eina skilyrðið var að það yrði ekki baby-blátt. Ég er mjög ánægð með útkomuna og vona að hin verðandi móðir sé líka sátt.
Í settið notað ég Sandnes Lanett og prjóna no 2.5
Peysan, buxurnar og húfan eru úr gömlu Ýr blaði. Buxurnar í raun sambland af nokkrum uppskriftum.
Vettlingarnir eru bara uppspuni frá mér.
Sokkana fann ég á Ravelry og er hægt að finna uppskriftina hér