Ójá, enn eitt parið tilbúið og komið til eiganda síns.
Var beðin um að prjóna eitt par og var ekki lengi að því. Vona að frúin sé ánægð með þá 🙂
Það er bara eitthvað við það að sjá vettlinga verða til 🙂 Eini gallin er að það getur verið leiðinlegt að gera þumalinn…. því maður er aaaalveg að verða búinn… en, þessir litlu þumlar….
Uppskrift: Bianca’s mittens, Garn: Sandnesgarn Lanett. Prjónn: 2.5mm
Þarf kannski ekkert að taka það fram… en að sjálfsögðu er annað vettlingapar komið á prjónana…. hlakka til að sýna þá 😉