Fylgihlutir

Lævirkjatrefill

Ég heillaðist af lævirkjahekli strax og ég sá það. Finnst það alveg ótrúlega fallegt, en um leið mjög auðvelt að hekla. Það er pínu retro stíll á því. Ég hef aðallega séð þetta notað í teppi, og hef ég sjálf gert teppi með þessu hekli.

En, mig langaði að gera eitthvað annað. Ég átti garn sem ég keypti í fyrrasumar frá Textílgarni. Blanda af ull og silki. Elska garnið frá Textílgarni og á meira af því hér heima.

Mér datt í hug að prufa að gera hringtrefil með lævirkjaheklinu. Mér finnst þetta koma bara mjög vel út og er ég mjög ánægð með útkomuna.

IMG_6093

 

 

Dóttirin var notuð sem módel og fannst henni það nú ekkert leiðinlegt.

 

Garn: Samarkland – Textílgarn, 75% ull og 25% silki. Heklunál nr.  3.0. Leiðbeiningar fyrir lævirkjahekl er hægt að finna „útum allt“ á netinu.

2 athugasemdir við “Lævirkjatrefill”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s