Ég heillaðist af lævirkjahekli strax og ég sá það. Finnst það alveg ótrúlega fallegt, en um leið mjög auðvelt að hekla. Það er pínu retro stíll á því. Ég hef aðallega séð þetta notað í teppi, og hef ég sjálf gert teppi með þessu hekli.
En, mig langaði að gera eitthvað annað. Ég átti garn sem ég keypti í fyrrasumar frá Textílgarni. Blanda af ull og silki. Elska garnið frá Textílgarni og á meira af því hér heima.
Mér datt í hug að prufa að gera hringtrefil með lævirkjaheklinu. Mér finnst þetta koma bara mjög vel út og er ég mjög ánægð með útkomuna.
Dóttirin var notuð sem módel og fannst henni það nú ekkert leiðinlegt.
Garn: Samarkland – Textílgarn, 75% ull og 25% silki. Heklunál nr. 3.0. Leiðbeiningar fyrir lævirkjahekl er hægt að finna „útum allt“ á netinu.
Mjög fallegur trefill og litirnir eru yndislegir
Líkar viðLíkar við
Kærar þakkir 🙂
Líkar viðLíkar við