Ég er með stílabók, hjá prjónadótinu minu, sem ég glósa í meðan ég prjóna.
Skrifa þar hvað ég prjóna, hvaða garn ég nota, hvaða uppskrift er notuð og þá ef ég geri einhverjar breytingar á uppskriftunum.
Ég er búin að vera að vesenast með að mig langaði að safna þessu saman með myndum af því sem ég geri.
Datt síðan í hug að föndra mér bara „bók“. Þarna get ég safnað saman þessum glósum, og jafnvel sett uppskriftir með, ef ég hef verið með þær útprentaðar.
Á samt eftir að fínisera betur hvernig hún er bundin saman….
Hvernig væri að hekla eða próna kápu á möppuna
Líkar viðLíkar við
Það er alls ekki vitlaust! Takk fyrir uppástunguna 🙂
Líkar viðLíkar við