Steingleymdi að setja þetta inn. Þetta er sett sem ég gerði í sængurgjöf handa henni Steinunni Diljá. Hún fæddist í október og fékk þetta afhent þegar ég sá hana í fyrsta skiptið í lok nóvember.
Notaði Önnugarn frá Textílgarni. Blanda af merino ull og bómull. Frábært að vinna með það.