Þessum vettlingum byrjaði ég á örugglega fyrir tveimur árum. Prjónaði hálfan vettling… og svo endaði þessi hálfi inní skáp. Ég datt svo í vettlingaæði um jólin og kláraði að prjóna þá í lok desember 2014. Kláraði þá ekki alveg fyrr en í dag, þar sem ég átti eftir að fela endana á öðrum vettlingnum!!! Já, það getur verið erfitt að klára…
Uppskriftina af þessum vettlingum fékk ég í Álafoss búðinni og er þetta eitt af þessum gömlu góðu.
Notaði sokkagarn sem ég keypti í Álafoss búðinni á sama tíma.