Vettlingar

Mamma gamla

Mamma nýtti sér vettlingaæðið sem hefur „hrjáð“ mig síðustu mánuði.

Hún átti gamlan vettling með áttablaðarós, sem hún fékk fyrir mörgum árum. Hún átti bara annan vettlinginn, þar sem hinn varð ónýtur. Hún lét mig fá þennan sem eftir var og bað mig um að prjóna. Ég byrjaði á að teikna upp munstrið. Það gekk bara ótrúlega vel.

IMG_6075

Hún valdi sjálf litina og finnst mér þetta koma rosalega vel út. Þeir eru voða fínlegir.

En, það gekk ekki þrautalaust að prjóna seinni vettlinginn. Munstrið passaði ekki í lófanum eftir útaukninguna fyrir þumalinn… Svo ég rakti upp og gerði uppá nýtt. Kláraði vettlinginn, bara til að sjá að hann varð mikið minni en sá fyrri… s.s. prjónaður mikið fastar en sá fyrri… þannig að aftur var rakið upp… En, allt er, þegar þrennt er, og tókst þetta að lokum.

IMG_6079

IMG_6077

IMG_6078

Held að þetta hafi bara tekist ágætlega hjá mér. Ég er allavega sátt og vona að sú gamla verði það líka.

Garn: Gjestal Baby Ull

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s