Loksins loksins er ég búin með vettlinga handa mér. Búin að gera þrjár tilraunir… Fyrstu voru of litlir, næstu of stórir en þeir þriðju alveg passlegir. Þetta minnir nú bara á ævintýrið gamla og góða.
Month: mars 2015
Vettlingar, vettlingar og aftur vettlingar
Ójá, enn eitt parið tilbúið og komið til eiganda síns.
Var beðin um að prjóna eitt par og var ekki lengi að því. Vona að frúin sé ánægð með þá 🙂
Halda áfram að lesa „Vettlingar, vettlingar og aftur vettlingar“
Lævirkjatrefill
Ég heillaðist af lævirkjahekli strax og ég sá það. Finnst það alveg ótrúlega fallegt, en um leið mjög auðvelt að hekla. Það er pínu retro stíll á því. Ég hef aðallega séð þetta notað í teppi, og hef ég sjálf gert teppi með þessu hekli.
En, mig langaði að gera eitthvað annað. Ég átti garn sem ég keypti í fyrrasumar frá Textílgarni. Blanda af ull og silki. Elska garnið frá Textílgarni og á meira af því hér heima.
Mér datt í hug að prufa að gera hringtrefil með lævirkjaheklinu. Mér finnst þetta koma bara mjög vel út og er ég mjög ánægð með útkomuna.
Föstudagsföndur
Ég er með stílabók, hjá prjónadótinu minu, sem ég glósa í meðan ég prjóna.
Skrifa þar hvað ég prjóna, hvaða garn ég nota, hvaða uppskrift er notuð og þá ef ég geri einhverjar breytingar á uppskriftunum.
Ég er búin að vera að vesenast með að mig langaði að safna þessu saman með myndum af því sem ég geri.
Datt síðan í hug að föndra mér bara „bók“. Þarna get ég safnað saman þessum glósum, og jafnvel sett uppskriftir með, ef ég hef verið með þær útprentaðar.
Á samt eftir að fínisera betur hvernig hún er bundin saman….
Ungbarnasett Steinunnar Diljár
Steingleymdi að setja þetta inn. Þetta er sett sem ég gerði í sængurgjöf handa henni Steinunni Diljá. Hún fæddist í október og fékk þetta afhent þegar ég sá hana í fyrsta skiptið í lok nóvember.
Mamma gamla
Mamma nýtti sér vettlingaæðið sem hefur „hrjáð“ mig síðustu mánuði.
Hún átti gamlan vettling með áttablaðarós, sem hún fékk fyrir mörgum árum. Hún átti bara annan vettlinginn, þar sem hinn varð ónýtur. Hún lét mig fá þennan sem eftir var og bað mig um að prjóna. Ég byrjaði á að teikna upp munstrið. Það gekk bara ótrúlega vel.
Vettlingar handa Thelmu Lind
Þessum vettlingum byrjaði ég á örugglega fyrir tveimur árum. Prjónaði hálfan vettling… og svo endaði þessi hálfi inní skáp. Ég datt svo í vettlingaæði um jólin og kláraði að prjóna þá í lok desember 2014. Kláraði þá ekki alveg fyrr en í dag, þar sem ég átti eftir að fela endana á öðrum vettlingnum!!! Já, það getur verið erfitt að klára…
Buxur fyrir litlu frænku
Steinunni Diljá vantaði hlýjar buxur til að nota í vagninum sínum. Að sjálfsögðu svaraði ég kallinu og prjónaði einar handa henni.
Kaðlahúfa
Var beðin um að prjóna húfu.
Hún átti að vera með köðlum og lafa pínu að aftan.