Í vettlingaæðinu sem heltók mig um jólin, þá vildi Lína Rut líka fá vettlinga.
Við ákváðum að það yrðu Frozenvettlingar. Hún vildi hafa þá bleika og hvíta. Vildi reyndar hafa myndir af Önnu og Elsu á þeim, en sættist að lokum á að hafa bara snjókorn.
Ég teiknaði þá upp eins og „selbuvotter“ því að ég elska þannig vettlinga. Ótrúlegt en satt, þá vill hún nota vettlingana og fer með þá í skólann á hverjum degi.
Notaði Lanett, og prjóna no 2.5
Fyrirmyndin af snjókorninu er hér