Gerði Ungbarnapeysuna úr Þóru Heklbók. Þetta er í raun fyrsta flíkin sem ég hekla og er ég bara ótrúlega sátt með hana. Var mjög fljót með hana, en eini gallinn var að það voru ekki nema ca 180 -190 endar sem þurfti að fela… og ég hata að fela enda…. en ég fyrirgaf það fljótt þar sem peysan er falleg.
Day: 26. júní, 2014
Rainbow Dash
Hún Lína Rut vildi endilega fá heklaðan Pony þegar hún sá mynd af svoleiðs fígúru á netinu. Rainbow Dash varð fyrir valinu, enda uppáhalds ponyinn hennar 🙂