Ég féll fyrir teppinu sem mamma heklaði í haust og langaði að læra að gera svona sjálf. Að sjalfsögðu kenndi mamma mér þetta og er ég byrjuð á mínu eigin teppi.
Mamma fann þessa fínu dúllu og settumst við niður og prufuðum. Þegar ég var loksins búin að fá dúlluna til að vera eins og ég vildi, fór ég og keypti garn í teppið, eða part af teppinu…
Nota Kambgarn í herlegheitin. Ég þykist ætla að vera hrikalega bjartsýn og segja að ég ætli að klára teppið i vetur….