Ég var beðin um að gera heimferðarsett fyrir eina konu. Búið að taka ansi langan tíma, en alveg þess virði, því ég er mjög sátt með útkomuna.
Uppskriftina af peysunni og húfunni fékk ég í Quiltbúðinni á Akureyri og nefnist uppskriftin „Hans & Gréta“. Ég prjónaði þetta allt úr kambgarni.
Buxurnar eru prjónaðar úr blandiaf nokkrum uppskriftum.
Svo vildi hún fá hjálmhúfusett með. Þetta er Kvenfélagshúfan og svo skáldaðir vettlingar við. Uppskriftina af sokkunum fékk ég á Ravelry.com og hægt er að sjá hana hér.
Einnig vildi hún fá kraga og fann ég uppskriftina á Ravelry. Hægt er að sjá hana hér.
Nú er bara að vona að unga tilvonandi móðirin verði ánægð með þetta!