Uncategorized

Ýmislegt frá því í fyrra og jafnvel árinu þar á undan!

Ekki er nú hægt að segja að ég sé búin að vera dugleg að setja hingað inn það sem ég hef verið að prjóna. En hér kemur smá af því sem ekki hefur komið áður.

Fyrst er það peysa á Línu Rut og húfa í stíl. Uppskriftin af peysunni kemur frá Knitting Iceland og heitir Loki. Það er byrjað á þessari peysu í hálsmálinu og hún svo prjónuð niður. Það er ótrúlega þægileg aðferð því að það er svo lítið mál að hafa hana í þeirri sídd sem maður vill. Uppskriftin af húfunni er úr Fleiri Prjónaperlum og hef ég notað hana áður enda ægilega hrifin af þessu lagi á húfunni. Hún fellur svo vel að eyrunum.

IMG_3596

IMG_3597 IMG_3608

 

Í þessa peysu og húfu notaði ég „garnið í stóru dokkunum“ sem ég man í augnablikinu ekki hvað heitir. En það er ágætis garn í svona leikskólapeysu sem má henda í þvott.

Þegar Lína Rut var bara 1.5 – 2ja ára prjónaði ég á hana kápu úr Léttlopa. Hún heitir Swing Thing og er ægilega sæt, en hefur eins og svo margt annað sem ég hef prjónað á hana aldrei verið notuð. Hún mátaði hana fyrir mig núna fyrr í kvöld og passar hún alveg fullkomlega á hana núna. En það er held ég alveg útilokað að ég fái hana til þess að nota hana eitthvað.

IMG_3591

 

Handa bóndanum prjónaði ég svo Riddara. Í hana notaði ég Trysil Garn Artic.

594IMG_3595

Handa mér gerði ég alveg einstaklega bleika sokka sem ég elska! Fann uppskriftina á Ravelry og er hægt að finna hana hér.

IMG_3602IMG_3603

Að lokum er það svo peysan sem ég gerði hana unglingnum. Hann vildi fá lopapeysu með hettu og vildi ég reyna að finna munstur sem hentaði honum. Þá mundi ég að ég hefði séð peysu með gítarmunstri sem mér fannst svo falleg. Ég fann mynd af peysunni, sendi „hönnuðinum“ póst og fékk að teikna upp gítarmunstrið. Hér er hægt að sjá orginal peysuna. Unglingurinn vildi ekki hafa nóturnar að neðan þannig að við teiknuðum upp í sameiningu þetta munstur. Í peysuna notaði ég „garnið úr stóru dokkunum“.

IMG_3582

IMG_3590IMG_3583IMG_3588

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s