Gerði peysur handa Thelmu Lind og Línu Rut. Thelma vildi fá rennilás í peysuna sína þannig að ég lét þá rennilás í peysuna hennar Línu Rutar líka. (eða mamma setti rennilásana í…)
Gerði breytta útgáfu á Lopi 120 handa Thelmu Lind
Handa Línu Rut gerði ég Kríu úr Lopa blaði.
Við peysuna gerði húfuna Sóldísi úr Fleiri Prjónaperlum en setti sama munstur í húfuna og er í peysunni.
Svo gerði ég eina jólagjöf, þykist ætla að vera hin hagsýna húsmóðir þetta árið og prjóna einhverjar jólagjafir.
Uppskriftina af húfunni fann ég hér á Ravelry.
Í allt þetta notaði ég garnið í stóru dokkunum, Aran og Special.