Hérna kemur mynd af Helenupeysu nr 2. Ég prjónaði hana síðasta sumar og átti hún að vera notuð í sumarfríinu okkar, en peysan varð alltof stór, þannig að ég bíð eftir nýju sumri.
Þessi peysa var prjónuð úr tvöföldu Lanett þannig að hún er alveg yndislega mjúk. Upplýsingar um uppskriftina er að finna í pósti neðar hér á blogginu.