Gerði peysur handa Thelmu Lind og Línu Rut. Thelma vildi fá rennilás í peysuna sína þannig að ég lét þá rennilás í peysuna hennar Línu Rutar líka. (eða mamma setti rennilásana í…)
Gerði breytta útgáfu á Lopi 120 handa Thelmu Lind
Prjón og ýmislegt annað föndur.
Gerði peysur handa Thelmu Lind og Línu Rut. Thelma vildi fá rennilás í peysuna sína þannig að ég lét þá rennilás í peysuna hennar Línu Rutar líka. (eða mamma setti rennilásana í…)
Gerði breytta útgáfu á Lopi 120 handa Thelmu Lind
Hérna kemur mynd af Helenupeysu nr 2. Ég prjónaði hana síðasta sumar og átti hún að vera notuð í sumarfríinu okkar, en peysan varð alltof stór, þannig að ég bíð eftir nýju sumri.
Mikið agalega finnst mér gaman þegar vinkonur mínar eignast börn, það gefur mér þá bestu afsökun sem til er til að geta prjónað 🙂
Í febrúar bættist við í hópinn og gerði ég peysuna Helenu á litlu Rutardóttur. Þetta er mín þriðja Helena og er ég alltaf jafnhrifin af peysunni og uppskriftinni.