Þeir eru ekki prjónaðir… en verð samt að sýna þá…
Fyrst er það sokkurinn sem hann Alexander á. Það er reyndar ekki búið að merkja hann, en það stendur til fyrir næstu jól…
Það er ekki mikið af pallíettum og skrauti á þessum, en því meiri útsaumur.
Svo er það sokkurinn sem hún Thelma Lind á. Hann er með helling af pallíettum og „BlingBling“.
Að lokum er það sokkur sem ég gaf í jólagjöf. Hann var handa lítill frænku, henni Karólínu Bríeti. Hann er reyndar ekki Bucilla heldur Janlynn ef ég man rétt.
Svo er sokkur handa henni Línu Rut í vinnslu og ætla ég að gera mitt besta til að klára hann fyrir næstu jól….