Loksins get ég sett eitthvað hingað inn…. Hef verið löt við að prjóna, hef meira verið í krossaumi núna í vetur. En… hérna kemur peysa sem ég prjónaði handa Karólínu Bríeti í jólagjöf.
Í peysuna notaði ég Rauma Inca Alpakka. Alveg yndislega mjúk alpakka ull. Þetta er ca fyrir 9 mánaða og gerði ég líka húfu í stíl með sama munstri og á kantinum neðst á peysunni. Er bara nokkuð sátt með hvernig þetta kom allt út.