Uncategorized

Önnur Unnur, Unndís og trefill…

Lína Rut var ekki hrifin af peysunni Unni, henni finnst hún kitla sig og klóra…. og vill ekki fara í hana. Ég ákvað að gera aðra tilraun og keypti þá það mýksta garn sem ég gat mögulega fundið og hún er alveg himinlifandi með hana.

Uppskriftin er sem fyrr úr Fleiri Prjónaperlum og heitir Unnur.

Ég gerði svo húfu í stíl. Fann uppskrift í Fleiri Prjónaperlum sem heitir Sóldís en ég setti sama munstur og úr peysunni þannig að hún heitir núna Unndís.

Þetta er hvort tveggja prjónað úr Debbie Bliss, Baby cashmerino. Alveg yndislega mjúkt og frábært að prjóna úr því. Þetta er svona pínu retro stíll á þessu. Appelsínugult og með gulgrænu í munstrinu.

Eftir áramótin gerði ég svo trefil, sem ég kláraði reyndar ekki fyrr en í vor. Ég ætlaði svo að gefa tengdamömmu hann í afmælisgjöf en hef ekki enn afhent hann…. hún er samt búin að eiga afmæli og veit af því að hún fái trefil….

Ég man ekki lengur hvað garnið heitir sem ég notaði, en þetta er bara eitthvað skeljamunstur sem ég notaði.  Held ég hafi aldrei verið eins lengi að prjóna nokkurn skapaðan hlut því ég var með frekar fína prjóna í þessu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s