Lína Rut var ekki hrifin af peysunni Unni, henni finnst hún kitla sig og klóra…. og vill ekki fara í hana. Ég ákvað að gera aðra tilraun og keypti þá það mýksta garn sem ég gat mögulega fundið og hún er alveg himinlifandi með hana.
Month: september 2011
Sængurgjöf
Loksins loksins er litla prinsessan fædd og ég get þá sýnt það sem ég prjónaði í sængurgjöf.
Fyrst gerði ég peysu með áttablaðarósinni. Uppskriftin er bara frá mér og er peysan prjónuð úr Lanett.