Uncategorized

Pakki…

Tók þátt í „swap“ leik á Handverks Konum á facebook og fékk pakkann minn fyrir helgi. Mikið agalega er alltaf gaman að fá pakka.

Í pakkanum mínum var ein dokka af Sandnes Mini Palette, 3 dokkur af Östlandsgarni, konfekt, 2 uppskriftir (ein af sjali og svo ein af páskaskrauti) og 2 sprittkertastjakar.

Svo að undanförnu höfum við mamma gert alveg helling af prjónamerkjum. Fínt að dunda við þetta í vinnunni. Hægt er að sjá prjónamerkin á síðunni Handverks Konur á facebook.

Svo styttist í að ég geti farið að setja inn mynd af einhverju prjóni frá mér. 2 bangsar að verða tilbúnir og ég á ekki mikið eftir af sjali sem ég er líka að gera. Svo ótrúlega spennandi eitt verkefni sem ég er byrjuð á, segi frá því seinna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s