Uncategorized

Pakki…

Tók þátt í „swap“ leik á Handverks Konum á facebook og fékk pakkann minn fyrir helgi. Mikið agalega er alltaf gaman að fá pakka.

Í pakkanum mínum var ein dokka af Sandnes Mini Palette, 3 dokkur af Östlandsgarni, konfekt, 2 uppskriftir (ein af sjali og svo ein af páskaskrauti) og 2 sprittkertastjakar.

Svo að undanförnu höfum við mamma gert alveg helling af prjónamerkjum. Fínt að dunda við þetta í vinnunni. Hægt er að sjá prjónamerkin á síðunni Handverks Konur á facebook.

Svo styttist í að ég geti farið að setja inn mynd af einhverju prjóni frá mér. 2 bangsar að verða tilbúnir og ég á ekki mikið eftir af sjali sem ég er líka að gera. Svo ótrúlega spennandi eitt verkefni sem ég er byrjuð á, segi frá því seinna.