Vettlingar

Nýtt ár…

Já svei mér…

Komið árið 2011 og ég þykist ætla að byrja aftur að blogga um handavinnuna mína.

Ég gerði nú alveg þónokkuð á síðasta ári og hérna koma nokkrar myndir af því.

Þetta eru Nortmans Mittens. Prjónaðir úr Kambgarni.                                                         Fann uppskriftina á Ravelry og hana má finna hér.

Svo gerði ég mér húfu í „stíl“ eða, sömu litum og garni:

Þetta er Selbu Modern og uppskriftin er hér.

Fyrir áramótin náði ég að klára að gera Fionas Top fyrir Línu Rut. Hún er rosalega flott í honum og verð ég að reyna að ná góðri mynd af henni í honum. Ég gerði hann frekar stórann þannig að hún mun geta notað hann lengi.

Prjónaður úr Rasmillas Luksusgarn. Alveg yndislegt garn sem ég mæli hiklaust með. Uppskriftina er að finna hér.

Þetta er svona brot af því sem ég gerði árið 2010. Er byrjuð á fullu að prjóna á þessu ári og vildi að ég hefði fleiri tíma í sólarhringnum. Þarf víst að sinna fullu námi, vinnu og börnum og eiginmanni þegar hann er ekki á sjónum.

Fyrsta sem ég klára árið 2011 er Haruni sjal. Hef alltaf langað til að gera þetta sjal en alltaf fallist hendur þegar ég hef skoðað uppskriftina. En svo ákvað ég bara að prenta hana út og byrja. Þetta var miklu minna mál en ég bjóst við. Ég hafði átt þetta garn í skúffu hjá mér í næstum 3 ár og kominn tími til að nota það.  Um leið og ég var búin með Haruni fitjaði ég uppá öðru sjali…. spurning hvort það verður prjónað eitthvað fleira en sjöl þetta árið…

Prjónað úr Sandnes Alpakka á prjóna nr 5. Uppskriftina er að finna hér.

Vonandi verð ég duglegri að blogga á þessu ári…. allavega er handavinnu-to-do listinn minn orðinn ansi langur..

2 athugasemdir við “Nýtt ár…”

  1. Vá það er engin smá myndarskapur í þér, glæsilegt! Spurning um að taka þig til fyrirmyndar og klára ermarnar sem ég byrjaði á fyrir tæplega ári síðan:o)

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s