Fann hérna mynd af vettlingum sem ég gerði upphaflega handa mér, en fannst þeir svo í minni kantinum. Mamma mín er með svo nettar hendur og smellpassaði í þá og auðvitað fékk hún þá. Finnst rosalega gaman að prjóna svona munstraða vettlinga.
Month: febrúar 2011
Nýtt ár…
Já svei mér…
Komið árið 2011 og ég þykist ætla að byrja aftur að blogga um handavinnuna mína.
Ég gerði nú alveg þónokkuð á síðasta ári og hérna koma nokkrar myndir af því.