Jæja, loksins er búið að klára hina ýmsu hluti…
Byrja á peysunni sem er handa einum gaur sem fæddist í október. Átti alltaf bara eftir að setja tölurnar í og svona. Nú bíð ég bara eftir að Toni komi heim til að við getum farið með þetta til eigandans.
Svo prjónaði ég þessa peysu handa Thelmu Lind í ágúst – september. Ég heklaði kantinn sjálf í fyrsta skiptið og hann klikkaði hjá mér þannig að peysan var sett til hliðar í maaaarga mánuði. Endaði með að mamma bjargaði málunum og heklaði nýjan kant og setti tölurnar í. Hún Thelma Lind valdi þessar tölur sjálf.
Í september gerði ég svo Knúp handa henni Línu Rut. Það var sama sagan með hana, ég var enn í fýlu yfir kantinum á peysunni hennar Thelmu að ég snerti ekki þessa peysu í marga mánuði.
Svo hef ég bara verið að prjóna vetlinga og sokka handa henni Línu Rut. Og reyndar líka kápu, en á eftir að finna tölur sem mig langar að hafa í henni. Set mynd þegar hún verður alveg klár. Gerði líka skokk á hana, mynd kemur seinna.
Næst á dagskrá hjá mér er að gera Sylvi fyrir Thelmu Lind. Er búin að panta garnið í hana og er að vonast til að fá það fljótlega til að geta byrjað.
You do such gorgeous work.
Líkar viðLíkar við
Thank you Pam 🙂
Líkar viðLíkar við