Jæja, þá er komið að því að sýna peysuna…
En ég kláraði að prjóna hana á miðvikudaginn og mamma hjálpaði mér með að setja rennilásinn í á fimmtudaginn. Þannig að unglingurinn gat verið í henni á Nótunni á laugardaginn.
Prjón og ýmislegt annað föndur.
Jæja, þá er komið að því að sýna peysuna…
En ég kláraði að prjóna hana á miðvikudaginn og mamma hjálpaði mér með að setja rennilásinn í á fimmtudaginn. Þannig að unglingurinn gat verið í henni á Nótunni á laugardaginn.
Jamm. Byrjaði á peysu handa unglingnum og var komin hálfa leið uppað höndum þegar ég ákvað að þetta væri ekki nógu gott, þannig að ég rakti allt upp…..
En er byrjuð uppá nýtt og komin uppað höndum og byrjuð á annarri erminni….. og er miklu sáttari núna . Segi ekkert meir fyrr en peysan verður tilbúin.
Það styttist í að fyrsta meistaraverkið verði sett hingað inn… Bara eftir að skella tölum í peysuna og þá er hún klár. Enda svo sem ekki seinna vænna, þetta er víst sængurgjöf handa einum litlum sem fæddist í október :o/
En svo erum ég og Alexander loksins búin að hanna peysuna sem hann fær. Nú bíð ég bara eftir garni og ætla að reyna að klára hana á viku…..